Lýsingarorðið sviplegur þýðir skyndilegur – um e-ð mótdrægt, ellegar hörmulegur

Lýsingarorðið sviplegur þýðir skyndilegur – um e-ð mótdrægt, ellegar hörmulegur. Önnur merking í Ísl. orðabók er skjótur, eldsnöggur. Og atviksorðið sviplega þýðir snögglega. En dæmið í orðabók Árnastofnunar: hún andaðist sviplega úr inflúensu, er vísbending um að merkingin er nær alltaf neikvæð.