Kristjana Arngrímsdóttir fagnar útgáfu plötunnar Ég hitti þig með tvennum tónleikum. Þeir fyrri verða í Fríkirkjunni í Reykjavík á morgun, sunnudag, kl. 17 og þeir seinni í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 18

Kristjana Arngrímsdóttir fagnar útgáfu plötunnar Ég hitti þig með tvennum tónleikum. Þeir fyrri verða í Fríkirkjunni í Reykjavík á morgun, sunnudag, kl. 17 og þeir seinni í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 18. janúar kl. 20. Ég hitti þig er fimmta plata Kristjönu og inniheldur lög hennar við ljóð fimm íslenskra kvenna, Höllu Eyjólfsdóttur, Jakobínu Sigurðardóttur, Lilju Sólveigar Kristjánsdóttur, Elísabetar Geirmundsdóttur og Lenu Gunnlaugsdóttur auk Davíðs Stefánssonar. „Tónlistin er í senn seiðandi og suðræn, dramatísk og svolítið í ætt við fado, en engu að síður sterkt, þjóðlegt og íslenskt yfirbragð sem er helsta einkenni söngkonunnar,“ segir í tilkynningu. Miðar fást á tix.is.