Áfengi haft um hönd á skemmtun í Reykjavík upp úr miðri síðustu öld.
Áfengi haft um hönd á skemmtun í Reykjavík upp úr miðri síðustu öld. — Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Sigfús Sigurhjartarson, bæjarfulltrúi sósíalista, bar í ársbyrjun 1944 fram tillögu þess efnis að sett yrði á laggirnar nefnd sem kanna myndi á hvern hátt koma mætti skemmtanalífi Reykjavíkur í betra horf

Sigfús Sigurhjartarson, bæjarfulltrúi sósíalista, bar í ársbyrjun 1944 fram tillögu þess efnis að sett yrði á laggirnar nefnd sem kanna myndi á hvern hátt koma mætti skemmtanalífi Reykjavíkur í betra horf.

„Skal í því sambandi einkum athuga, hvort ekki þætti rjett og tiltækilegt að bæjarfjelagið komi á fót og reki skemtistaði í samstarfi við fjelög eins og t.d. Góðtemplararegluna, verkalýðsfjelögin og íþróttafjelögin, víðsvegar um bæinn, þar sem áfengisnautn væri útilokuð og bæjarbúum gefinn kostur á fjölbreyttum skemtunum gegn hæfilegu gjaldi,“ sagði meðal annars í tillögu Sigfúsar.

Hann vildi jafnframt láta kanna á hvern hátt hægt væri að útrýma knæpustarfsemi úr bænum og bæta aðbúnað fyrir einhleypa karla með matsölustað sem einnig myndi þjóna sem félagsheimili.

Jón A. Pjetursson, Alþýðuflokki, tók tillögunni kuldalega enda drykkju unglingar sem ekki þekktu áfengi áður sig „skítfulla“ á skemmtunum íþróttamanna og góðtemplarar hefðu orðið að slaka á siðferðisreglunum viðvíkjandi drukknum mönnum, til þess að tapa ekki vinsældum gesta sinna.

Afgreiðslu málsins var frestað.