Þýskaland Ingibjörg Sigurðardóttir er búin að semja við Duisburg.
Þýskaland Ingibjörg Sigurðardóttir er búin að semja við Duisburg. — Morgunblaðið/Víðir Sigurðsson
Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í knattspyrnu, gekk í gær til liðs við þýska félagið Duisburg en hún hefur leikið með Vålerenga í Noregi í fjögur ár. Þar var hún fyrirliði 2023 og norskur meistari í annað sinn

Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í knattspyrnu, gekk í gær til liðs við þýska félagið Duisburg en hún hefur leikið með Vålerenga í Noregi í fjögur ár. Þar var hún fyrirliði 2023 og norskur meistari í annað sinn. Ingibjörg samdi við Duisburg út þetta tímabil, með ákvæði um framlengingu ef liðið heldur sér í efstu deild. Þar stendur það mjög illa að vígi og situr eitt á botninum með tvö stig úr tíu leikjum, fimm stigum frá því að komast úr fallsæti.