Guðmundur Malmquist fæddist 13. janúar 1944 í Reykjavík. Foreldrar Guðmundar voru Eðvald Brunsted Malmquist, f. 1919, d. 1985, og Ásta Thoroddsen Malmquist, f. 1916, d. 1998. Guðmundur lauk embættisprófi í lögfræði 1969 frá HÍ og fékk réttindi héraðsdómslögmanns 1971

Guðmundur Malmquist fæddist 13. janúar 1944 í Reykjavík. Foreldrar Guðmundar voru Eðvald Brunsted Malmquist, f. 1919, d. 1985, og Ásta Thoroddsen Malmquist, f. 1916, d. 1998.

Guðmundur lauk embættisprófi í lögfræði 1969 frá HÍ og fékk réttindi héraðsdómslögmanns 1971. Hann var fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Vestmannaeyjum 1969-70, var lögfræðingur við Seðlabankann 1970-72, lögfræðingur hjá lánadeild Framkvæmdastofnunar frá hausti 1972-85 og var jafnframt aðstoðarmaður iðnaðarráðherra 1984-85.

Guðmundur var ­forstjóri Byggðastofnunar ­1985-2001. Hann var síðan framkvæmda­stjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 2001-2008. Guðmundur átti sæti í fjölda nefnda og stjórna, ekki síst á þeim árum er hann gegndi forstjórastarfi hjá Byggðastofnun, og gegndi auk þess formennsku í stjórnum fyrirtækja, s.s. Sjóefnavinnslunnar og Norðurstjörnunnar.

Eiginkona Guðmundar er Sigríður Jónsdóttir Malmquist, f. 1944, búsett í Garðabæ. Börn þeirra eru þrjú.

Guðmundur lést 1.3. 2019.