Flatbaka Pizzan rekur átta staði.
Flatbaka Pizzan rekur átta staði. — Ljósmynd/Skjáskot
Pitsufyrirtækið Pizzan var rekið með 214 milljóna króna tapi árið 2022, samkvæmt nýbirtum ársreikningi. Tapið minnkar lítið eitt á milli ára en árið 2021 tapaði Pizzan 235 m.kr. Eignir fyrirtækisins voru í lok tímabilsins 154 milljónir króna og minnkuðu um nærri 60% milli ára

Pitsufyrirtækið Pizzan var rekið með 214 milljóna króna tapi árið 2022, samkvæmt nýbirtum ársreikningi. Tapið minnkar lítið eitt á milli ára en árið 2021 tapaði Pizzan 235 m.kr.

Eignir fyrirtækisins voru í lok tímabilsins 154 milljónir króna og minnkuðu um nærri 60% milli ára. Þær voru 380 milljónir 2021.

Eigið fé Pizzunnar er neikvætt um 360 m.kr. en það var einnig neikvætt 2021, um 136 milljónir.

Í ársreikningnum kemur fram að hlutafé félagsins hafi verið aukið um 140 m.kr. í fyrra og svo aftur um 200 m.kr. í lok 2023.