— AFP/Andrii Nesterenko
Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands fór til Úkraínu í gær þar sem hann kynnti milljarða dala stuðningssamning Breta við Úkraínu næsta áratuginn

Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands fór til Úkraínu í gær þar sem hann kynnti milljarða dala stuðningssamning Breta við Úkraínu næsta áratuginn. Volodimír Selenskí forseti Úkraínu sagði að samningurinn „markaði tímamót í sögu Evrópu.“ Aðstoðin felur í sér margvísleg vopn og skotfæri. Sunak hvatti aðra til að tvöfalda stuðning sinn við Úkraínu. „Ef Pútín vinnur í Úkraínu mun hann ekki láta staðar numið.“