Eldur Verk eftir Ásgrím Jónsson.
Eldur Verk eftir Ásgrím Jónsson.
Flótti undan eldgosi – skissur og málverk eftir Ásgrím Jónsson nefnist sýning sem opnuð verður í nýju sýningarrými í Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag og stendur til 14

Flótti undan eldgosi – skissur og málverk eftir Ásgrím Jónsson nefnist sýning sem opnuð verður í nýju sýningarrými í Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag og stendur til 14. apríl. „Eldgos voru Ásgrími hugleikin, sem og flótti undan náttúruhamförum, eins og fjölmörg varðveitt myndverk tengd þessum viðfangsefnum bera vitni um. Iðulega sýna þessar myndir óttaslegið fólk og skepnur í forgrunni á flótta undan eldgosi sem sést í bakgrunni. Ringulreið ræður ríkjum og ýtir magnað litaspil undir skelfinguna sem Ásgrímur túlkar í þessum verkum,“ segir í kynningu og rifjað er upp að sjálfur hafi Ásgrímur sem barn að aldri upplifað eldgos í Krakatindi austan Heklu og meðfylgjandi jarðskjálfta. Tekið er fram að verkin á sýningunni séu vitnisburður um hvað tilveran er fallvölt.