Áfrýjun Málið er mjög umfangsmikið og á sér vart hliðstæðu í samkeppnisrétti hér á landi. Því er einsýnt að meðferð málsins muni dragast talsvert.
Áfrýjun Málið er mjög umfangsmikið og á sér vart hliðstæðu í samkeppnisrétti hér á landi. Því er einsýnt að meðferð málsins muni dragast talsvert. — Ljósmynd/Samskip
Samskip þurfa ekki að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 4,2 milljarðar króna á meðan mál fyrirtækisins er til meðferðar fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar sem birt var í gær

Klara Ósk Kristinsdóttir

klaraosk@mbl.is

Samskip þurfa ekki að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 4,2 milljarðar króna á meðan mál fyrirtækisins er til meðferðar fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar sem birt var í gær.

Í niðurstöðu úrskurðarins segir að meðal annars hafi verið litið til þess að fjárhæð sektarinnar sé umtalsvert hærri en áður hefur verið ákvarðað í samkeppnisréttarmálum hér á landi og því viðbúið að sektin kunni að hafa áhrif á stöðu áfrýjanda á meðan málið er til meðferðar hjá áfrýjunarnefndinni. Áfrýjunarnefndin hafnar því hins vegar að fresta réttaráhrifum þeirra fyrirmæla sem Samkeppniseftirlitið beindi til Samskipa, um að fyrirtækið hætti öllu viðskiptalegu samstarfi við Eimskip.