Orrustuþota Norski flugherinn er væntanlegur til landsins.
Orrustuþota Norski flugherinn er væntanlegur til landsins. — Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Flugsveit frá norska flughernum er væntanleg til landsins á mánudaginn til að sinna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins (NATO) við Ísland næstu vikurnar, að því er segir á vef Landhelgisgæslunnar

Flugsveit frá norska flughernum er væntanleg til landsins á mánudaginn til að sinna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins (NATO) við Ísland næstu vikurnar, að því er segir á vef Landhelgisgæslunnar.

Flugsveitin kemur með fjórar F-35-orrustuþotur og allt að 120 liðsmenn og hefur aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þar dvelja einnig flugsveitir aðildarríkja NATO sem sinna kafbátaeftirliti úti fyrir ströndum Íslands. Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 15. til 24. janúar, með fyrirvara um veður.

Síðast var bandaríski flugherinn hér við loftrýmisgæslu fyrir Atlantshafsbandalagið, frá lokum október fram í miðjan nóvember síðastliðinn, og fjórar F-16-þotur og 120 liðsmenn, eða svipaðan mannafla og Norðmenn.