Mark Sigvaldi Björn Guðjónsson skorar framhjá Dejan Milosavljev, markverði Serba, í Ólympíuhöllinni í München í leik Íslands og Serbíu í gær.
Mark Sigvaldi Björn Guðjónsson skorar framhjá Dejan Milosavljev, markverði Serba, í Ólympíuhöllinni í München í leik Íslands og Serbíu í gær. — Ljósmynd/Kristján Orri
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sigvaldi Björn Guðjónsson reyndist hetja íslenska karlalandsliðsins í handknattleik þegar liðið mætti Serbíu í upphafsleik sínum í C-riðli Evrópumótsins í Ólympíuhöllinni í München í Þýskalandi í gær

Í München

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Sigvaldi Björn Guðjónsson reyndist hetja íslenska karlalandsliðsins í handknattleik þegar liðið mætti Serbíu í upphafsleik sínum í C-riðli Evrópumótsins í Ólympíuhöllinni í München í Þýskalandi í gær.

Leiknum lauk með jafntefli, 27:27, en Sigvaldi Björn jafnaði metin fyrir íslenska liðið þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka.

Leikurinn var afar kaflaskiptur en íslenska liðið náði tvíegis þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik en serbneska liðið var sterkari aðilinn í þeim síðari og leiddi lengst af með tveimur til þremur mörkum.

Serbar voru með leikinn í hendi sér þegar 90 sekúndur var til leiksloka og voru með þriggja marka forystu, 27:24.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson minnkaði muninn í eitt mark, 27:26, þegar tæpar 30 sekúndur eftir.

Serbarnir fóru beint í sókn en Aroni tókst á einhvern hátt að stela boltanum og Elvar Örn Jónsson kom honum á Sigvalda sem jafnaði metin beint úr hraðaupphlaupi.

ÍSLAND – SERBÍA 27:27

Gangur leiksins: 1:2, 3:3, 7:4, 7:7, 9:7, 11:10, 11:12, 13:15, 14:17, 16:18, 18:21, 20:23, 24:25, 24:27, 27:27.

Ísland: Bjarki Már Elísson 7/1, Sigvaldi Björn Guðjónsson 6, Viggó Kristjánsson 4/2, Aron Pálmarsson 2, Elvar Örn Jónsson 2, Ómar Ingi Magnússon 2/1, Arnar Freyr Arnarsson 2, Elliði Snær Viðarsson 1, Janus Daði Smárason 1.
Varin skot: Viktor Gísli Hallgríms. 14.
Utan vallar: 4 mínútur. Elliði rautt.

Serbía: Dragan Pechmalbec 5, Petar Djordjic 4, Bogdan Radivojevic 3, Lazar Kukic 3, Predrag Vejin 2, Uros Borzas 2, Mijajlo Marsenic 2, Kojadinovic 2, Nemanja Ilic 2, Vanja Ilic 2.
Varin skot: Dejan Milosavljev 10/2.
Utan vallar: 10 mín. Marsenic rautt.

Dómarar: Daniel Accoto Martins og Roberto Accoto Martins, Portúgal.

Áhorfendur: 12.128.