Sigur Aðstandendur K64.
Sigur Aðstandendur K64.
K64, þróunaráætlun Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, vann til verðlauna í flokki samgönguverkefna, The Plan Awards, fyrir áramót. The Plan-verðlaunin eru alþjóðleg verðlaun á sviði arkitektúrs, innanhússhönnunar og borgarskipulags og eru veitt árlega

K64, þróunaráætlun Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, vann til verðlauna í flokki samgönguverkefna, The Plan Awards, fyrir áramót. The Plan-verðlaunin eru alþjóðleg verðlaun á sviði arkitektúrs, innanhússhönnunar og borgarskipulags og eru veitt árlega. Flokkarnir eru tuttugu talsins og tilnefningar á hverju ári ríflega eitt þúsund.

Í tilkynningu kemur fram að meðal annarra verkefna sem tilnefnd voru í sama flokki og K64 megi nefna stækkun flugstöðvarinnar í Riga, sem One Works hannaði, Elizabeth-neðanjarðarlestarlínuna í London eftir Grimshaw Architects og samgöngumiðstöð í Toronto sem hönnuð var af Arcadis IBI Group.

Í tilkynningunni segir einnig að K64-þróunaráætlunin hafi verið unnin af alþjóðlegu teymi undir forystu hollenska arkitektafyrirtækisins KCAP, en í teyminu var m.a. íslenska stofan Kanon Arkitektar og VSÓ ráðgjöf. „Þróunaráætlunin er heildstæð sýn á uppbyggingu í kringum Keflavíkurflugvöll á ákveðnum þróunarsvæðum sem saman mynda vistkerfi sem einkennist af samvinnu og sambúð iðnaðar, samgangna, nýsköpunar og sjálfbærrar byggðaþróunar.“