Sigríður Hrund Pétursdóttir
Sigríður Hrund Pétursdóttir
Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi formaður FKA, tilkynnti um framboð sitt til embættis forseta Íslands í fimmtugsafmæli sínu á Kjarvalsstöðum í gærkvöldi. „Með gnægð sterkra margfaldara að leiðarljósi – kærleika,…

Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi formaður FKA, tilkynnti um framboð sitt til embættis forseta Íslands í fimmtugsafmæli sínu á Kjarvalsstöðum í gærkvöldi. „Með gnægð sterkra margfaldara að leiðarljósi – kærleika, von, náð, gleði og þakklæti – og opið skínandi hjarta tilkynni ég hér með framboð mitt til frú forseta Íslands í vor,“ sagði Sigríður við veislugesti. Hún er menntuð frá Copenhagen Business School og hefur lokið MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík. Hún stofnaði fyrirtækið Vinnupalla ehf. ásamt eiginmanni sínum og rak það um árabil.