— Myndverk/James Merry
Nýtt lag Bjarkar og söngkonunnar Rosalíu, „Oral“, varð þriðja vinsælasta lagið á YouTube fyrir áramót. Lagið kom á eftir nýja Bítlalaginu Now And Then sem skipaði fyrsta og annað sæti listans

Nýtt lag Bjarkar og söngkonunnar Rosalíu, „Oral“, varð þriðja vinsælasta lagið á YouTube fyrir áramót. Lagið kom á eftir nýja Bítlalaginu Now And Then sem skipaði fyrsta og annað sæti listans. „Markmiðið með útgáfu lagsins er að vekja athygli á ógnvekjandi grimmd þegar kemur að sjókvíaeldi og þeim alvarlegu umhverfis- og vistfræðilegu afleiðingum sem sjókvíaeldi hefur,“ segir í tilkynningu. Björk og Rosalía sungu saman á Austurvelli fyrr í haust á fjölmennum mótmælum gegn sjókvíaeldi. Lestu meira á K100.is.