Diljá Mist Einarsdóttir
Diljá Mist Einarsdóttir
Í Morgunblaðinu á laugardag voru tvær fréttir sem segja sína sögu um ástand í útlendingamálum hér á landi. Rætt var við formann utanríkismálanefndar Alþingis sem furðaði sig á því hvers vegna ekki væri kallað „eftir ábyrgð flugfélaganna, þ.e. forskráningu flugfarþega og beita flugfélögin þeim viðurlögum að þau fái ekki lendingarleyfi sinni þau ekki þeirri skyldu“.

Í Morgunblaðinu á laugardag voru tvær fréttir sem segja sína sögu um ástand í útlendingamálum hér á landi. Rætt var við formann utanríkismálanefndar Alþingis sem furðaði sig á því hvers vegna ekki væri kallað „eftir ábyrgð flugfélaganna, þ.e. forskráningu flugfarþega og beita flugfélögin þeim viðurlögum að þau fái ekki lendingarleyfi sinni þau ekki þeirri skyldu“.

Formaðurinn sagði að ákveðin flugfélög stæðu sig ekki í þessu og sagði svo: „Við höfum fullar heimildir til að krefja flugfélög sem hingað fljúga um forskráningu flugfarþega og ef þau sinna því ekki getum við neitað þeim um lendingarleyfi. Það er mjög einföld aðgerð. Ég skil ekki af hverju er ekki þrýst meira á um þetta. Við verðum auðvitað að beita þeim úrræðum sem við sannarlega höfum.“ Um þetta ætti ekki að þurfa að deila.

Önnur frétt var heldur óhugnanlegri og sagði frá stórri lögregluaðgerð á Akureyri sem fólst í að handsama liðsmann hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams og koma honum og fjölskyldu hans úr landi. Fólkið hafði verið hér frá því í september sl. þrátt fyrir að hafa verið synjað um alþjóðlega vernd á þeim forsendum að hana hefðu þau í Grikklandi.

Hvernig stendur á því að fólk í þessari stöðu fær tækifæri til að koma sér fyrir hér á landi – og það jafnvel einstaklingar með slíka ferilskrá? Ætli þeir séu fleiri?