Fundur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Skógarhlíð í gær.
Fundur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Skógarhlíð í gær. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Samverustundir verða haldnar fyrir Grindvíkinga í Keflavíkur- og Hafnarfjarðarkirkju síðdegis í dag. Stundirnar hefjast með bænastund og tónlist kl. 17. Þá verður hægt að tendra kerti og eiga hljóða stund í kirkjunni

Samverustundir verða haldnar fyrir Grindvíkinga í Keflavíkur- og Hafnarfjarðarkirkju síðdegis í dag. Stundirnar hefjast með bænastund og tónlist kl. 17. Þá verður hægt að tendra kerti og eiga hljóða stund í kirkjunni. Boðið verður upp á hressingu þar sem prestar og viðbragðsaðilar Rauða krossins verða til samtals og hlustunar.

Rauði krossinn á Íslandi hefur sett af stað neyðarsöfnun vegna eldgossins við Grindavík nú í morgun. Henni er meðal annars ætlað að styðja íbúa bæjarins. Upplýsingar um söfnunina má finna á vef Rauða krossins.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ávarpa íbúafund fyrir Grindvíkinga sem haldinn verður á morgun, þriðjudag. „Það verða breyttar áherslur en fundurinn fer fram á efri hæðinni í Laugardalshöll klukkan 17 á þriðjudag,“ segir Kristín María Birgisdóttir, upplýsinga- og markaðsfulltrúi hjá Grindavíkurbæ, og bætir við að búast megi við því að fleiri ráðherrar úr ríkisstjórn Íslands sæki fundinn. Fundinum var frestað í síðustu viku vegna leitar að manni sem var saknað í bænum.