Vettvangur Bíllinn var dreginn upp eftir að hafa endað úti í ánni í gær.
Vettvangur Bíllinn var dreginn upp eftir að hafa endað úti í ánni í gær.
Bíl var ekið út í Elliðaár fyr­ir neðan neðstu brúna í Elliðaár­daln­um um miðjan dag í gær. Loft­ur Þór Ein­ars­son, varðstjóri á aðgerðasviði hjá Slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu, sagði í sam­tali við mbl.is í gær að einn farþegi hefði verið í bílnum ásamt ökumanninum

Bíl var ekið út í Elliðaár fyr­ir neðan neðstu brúna í Elliðaár­daln­um um miðjan dag í gær. Loft­ur Þór Ein­ars­son, varðstjóri á aðgerðasviði hjá Slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu, sagði í sam­tali við mbl.is í gær að einn farþegi hefði verið í bílnum ásamt ökumanninum. Aðspurður sagði hann þá ekki hafa slasast og komist út úr bílnum af sjálfs­dáðum. Þeir fóru í kjöl­farið á spít­ala í skoðun.

Síðdegis í gær lá ekki fyr­ir hver til­drög slyss­ins voru en Loft­ur kvaðst telja lík­legt að ökumaður­inn hefði misst stjórn á bílnum. „Bíll­inn er bara úti í [Elliðaám] núna, það er verið að fara draga hann upp,“ sagði Loftur. Bíllinn var fjarlægður úr ánni um klukkan 16 í gær.