Stuðningsmaður Everton
Stuðningsmaður Everton
Enska úrvalsdeildin hefur kært bæði Everton og Nottingham Forest fyrir brot á fjármálareglum deildarinnar. Tíu stig voru dregin af Everton fyrir áramót fyrir brot á reglunum fyrir tímabilið 2021/22 en ný kæra er fyrir tímabilið 2022/23

Enska úrvalsdeildin hefur kært bæði Everton og Nottingham Forest fyrir brot á fjármálareglum deildarinnar. Tíu stig voru dregin af Everton fyrir áramót fyrir brot á reglunum fyrir tímabilið 2021/22 en ný kæra er fyrir tímabilið 2022/23.

Everton áfrýjaði ákvörðuninni um stigadráttinn og er það mál enn í gangi. Verður ný refsing ákveðin eftir að fyrra málinu lýkur. Ekki er útilokað að félagið missi fleiri en tíu stig á þessari leiktíð, en í besta falli vinnur Everton áfrýjunina og sleppur alfarið við stigarefsingu.

Forest á einnig á hættu að missa stig fyrir brot á reglunum tímabilið 2022/23, en um fyrstu kæru Forest er að ræða. Hefur félagið keypt leikmenn á um 250 milljónir punda eftir að það komst aftur upp í deildina fyrir síðasta tímabil.

Félög mega alls tapa 105 milljónum punda yfir þriggja ára tímabil, eða 35 milljónum punda að meðaltali á ári.