Eldgos við Grindavík Söfnunin var sett í gang strax á sunnudagskvöldið.
Eldgos við Grindavík Söfnunin var sett í gang strax á sunnudagskvöldið. — Morgublaðið/Kristinn Magnússon
„Viðbrögðin hafa verið merkilega öflug. Þessi söfnun fór af stað í gærkvöldi [sunnudagskvöld] en hefur nú þegar skilað mjög miklum árangri,“ segir Oddur Freyr Þorsteinsson, kynningar‑ og fjölmiðlafulltrúi Rauða krossins, um neyðarsöfnunina vegna eldgossins við Grindavík

„Viðbrögðin hafa verið merkilega öflug. Þessi söfnun fór af stað í gærkvöldi [sunnudagskvöld] en hefur nú þegar skilað mjög miklum árangri,“ segir Oddur Freyr Þorsteinsson, kynningar‑ og fjölmiðlafulltrúi Rauða krossins, um neyðarsöfnunina vegna eldgossins við Grindavík. Féð sem safnast er varið til að styðja Grindvíkinga fjárhagslega og aðstoða þá við að koma lífinu eins og unnt er í fyrra horf. Er því úthlutað af sérstakri úthlutunarnefnd. „Við finnum líka að það er áhugi erlendra aðila á að styrkja líka,“ segir hann.

Rauði krossinn hóf einnig söfnun í nóvember sl. eftir rýminguna í Grindavík og segir Oddur að þegar hafi hálfri fimmtu milljón verið úthlutað til 160 einstaklinga.

Oddur segir að fólk sem hafi áhuga á að sækja um stuðning geti gert það í þjónustumiðstöðinni í Tollhúsinu við Tryggvagötu, þar sem einnig er hægt að fá upplýsingar og sálrænan stuðning. Allar upplýsingar fyrir þá sem vilja styrkja söfnunina er að finna á heimasíðu Rauða krossins.
omfr@mbl.is