Ekki vildi maður verða píslarvottur; því geta fylgt veruleg óþægindi. Hlutskiptið sjálft nefnist píslarvætti. Maður líður þá, þolir, píslarvætti

Ekki vildi maður verða píslarvottur; því geta fylgt veruleg óþægindi. Hlutskiptið sjálft nefnist píslarvætti. Maður líður þá, þolir, píslarvætti. „Píslarvættur“, sem mundi væntanlega beygjast eins og landvættur bæði í kven- og karlkyni og gæti þýtt „yfirnáttúruleg vera sem líður píslarvætti“, bíður hins vegar viðurkenningar.