Senja Rummukainen leikur einleik í sellókonsertinum Dance eftir Önnu Clyne á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg Hörpu á fimmtudag kl. 19.30 undir stjórn Emiliu Hoving. Önnur verk á efnisskránni eru Fjórir dansar úr Estancia eftir…

Senja Rummukainen leikur einleik í sellókonsertinum Dance eftir Önnu Clyne á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg Hörpu á fimmtudag kl. 19.30 undir stjórn Emiliu Hoving. Önnur verk á efnisskránni eru Fjórir dansar úr Estancia eftir Alberto Ginastera og Myndir á sýningu eftir Modest Músorgskíj í útsetningu Maurice Ravel. Í kynningu frá sveitinni kemur fram að gagnrýnandi Gramophone hafi hrifist af Dance þegar konsertinn var frumfluttur 2019. Verkið „hlaut fádæma góðar viðtökur fyrir hrífandi fagrar laglínur, fáguð litbrigði í hljómsveitarskrifum og mikla tilfinningalega dýpt“.