Ferðalag Flugvél frá Akasa Air.
Ferðalag Flugvél frá Akasa Air.
Indverska flugfélagið Akasa Air hefur lagt inn pöntun fyrir 150 farþegaflugvélum af gerðinni Boeing 737 Max. Er þetta fyrsta stóra pöntunin sem ratar inn á borð Boeing frá því að Max-þota Alaska Airlines lenti í alvarlegu flugatviki 5

Indverska flugfélagið Akasa Air hefur lagt inn pöntun fyrir 150 farþegaflugvélum af gerðinni Boeing 737 Max. Er þetta fyrsta stóra pöntunin sem ratar inn á borð Boeing frá því að Max-þota Alaska Airlines lenti í alvarlegu flugatviki 5. janúar sl. Kom þá gat á skrokk farþegavélarinnar þegar hún var í um 16 þúsund feta hæð. Mikil mildi þykir að enginn hafi farist.

Þær Max-vélar sem Akasa hefur pantað eru Max 10 og Max 8-200. Sú vél sem lenti í vandræðum í háloftunum er hins vegar Max 9.

„Við leggjum mikið traust á þessa flugvélategund og hvernig Boeing hefur tekist á við vandamálin,“ hefur fréttaveita Reuters eftir forstjóra flugfélagsins.