Alltaf er maður bregðast við einhverju: bréfunum frá innheimtufyrirtækinu (stingur þeim í brauðristina), flauti í bílnum fyrir aftan (hrekkur við og keyrir á þann fyrir framan)

Alltaf er maður bregðast við einhverju: bréfunum frá innheimtufyrirtækinu (stingur þeim í brauðristina), flauti í bílnum fyrir aftan (hrekkur við og keyrir á þann fyrir framan). Að gangast við e-u er nokkuð annað: játa e-ð. Að „gangast við þessum hótunum“ þýddi þá að játa þær á sig. En meiningin var að bregðast við þeim.