Góður Cillian Murphy er tilnefndur fyrir leik sinn í Oppenheimer.
Góður Cillian Murphy er tilnefndur fyrir leik sinn í Oppenheimer.
Kvikmyndin Oppenheimer í leikstjórn Christophers Nolan hlýtur flestar tilnefningar til hinna bresku Bafta-verðlauna í ár eða 13 talsins. Fast á hæla hennar kemur Poor Things í leikstjórn Yorgos Lanthimos með 11 tilnefningar og því næst Killers of…

Kvikmyndin Oppenheimer í leikstjórn Christophers Nolan hlýtur flestar tilnefningar til hinna bresku Bafta-verðlauna í ár eða 13 talsins. Fast á hæla hennar kemur Poor Things í leikstjórn Yorgos Lanthimos með 11 tilnefningar og því næst Killers of the Flower Moon í leikstjórn Martins Scorsese og The Zone of Interest í leikstjórn Jonathans Glazer með níu tilnefningar hvor mynd. Anatomie d'une chute í leikstjórn Justine Triet, The Holdovers í leikstjórn Alexanders Payne og Maestro í leikstjórn Bradley Cooper fá sjö tilnefningar hver mynd. Barbie í leikstjórn Gretu Gerwig hlýtur aðeins fimm tilnefningar.

Oppenheimer er m.a. tilnefnd sem besta myndin, fyrir bestu leikstjórn auk þess sem Cillian Murphy er tilnefndur fyrir bestan leik í aðalhlutverki og Emily Blunt og Robert Downey Jr. fyrir bestan leik í aukahlutverki.

Poor Things er m.a. tilnefnd sem besta myndin, fyrir besta kvikmyndahandritið byggt á áður útgefnu efni auk þess sem Emma Stone er tilnefnd fyrir bestan leik í aðalhlutverki. Maestro er m.a. tilnefnd fyrir bestan leik þeirra ­Carey Mulligan og Bradley Cooper í aðalhlutverki, auk þess sem hann er tilnefndur fyrir leikstjórn sína. Barbie er m.a. tilnefnd fyrir bestan leik Margot Robbie í aðalhlutverki.

Bafta-verðlaunin verða afhent í 77. sinn í Royal Festival Hall í London sunnudaginn 18. febrúar og verður sýnt frá þeim beint á BBC One. Heildarlista tilnefndra má sjá á vefnum bafta.org.