Ingólfur Ómar sendi mér góðan póst: Nú er hann napur og verður næstu daga. Þó erum við hér á suðvesturhorninu laus við snjóinn miðað við aðra landshluta. Foldin stynur föl á brá frostið læsir klónum

Ingólfur Ómar sendi mér góðan póst: Nú er hann napur og verður næstu daga. Þó erum við hér á suðvesturhorninu laus við snjóinn miðað við aðra landshluta.

Foldin stynur föl á brá

frostið læsir klónum.

Emja freðin ýlustrá

úti í köldum mónum.

Magnús Halldórsson skrifaði á Boðnarmjöð á þriðjudag kl. 16.22: Tíðindi úr húsi við Reykjavíkurtjörn:

Dauft er ljósið dvínar skar,

Dagurinn vék úr stólnum.

Maddama framsókn mætt er þar

í margræðum græna kjólnum.

Friðrik Steingrímsson í tilefni af því að Trump vann stórsigur í Iowa. visir.is:

Efsta sæti Trumps er traust,

það talsvert marga hrelldi.

Ástþór gæti efalaust

ógnað karlsins veldi.

Ný barnagæla eftir Pál

Jónasson í Hlíð:

Heitir Snati hestur minn

hann er rati mesti,

ensku pratar auminginn

oft við matargesti.

Og hér er limran Dans eftir Pál:

Krummi bauð gamalli kráku í dans,

hún kyssti á svarta nefið hans,

„og út á gólfið þau liðu létt

í Lúðvíks fjórtánda menúett“

en enduðu á stökkræl og Óla skans.

Hugleiðing Jóns Kristjánssonar um lífið og tilveruna gerð undir umræðum á Alþingi um gagnagrunn á heilbrigðissviði:

Fyrrum ég ungmey unni

og allar lífsnautnir kunni.

Svo lýkur vegferð

að lokum eg verð

að kóða í gagnagrunni.

Eyjólfur Óskar Eyjólfsson um geðillskufausk:

Hjá þeim gamla var geðillskan slík

að menn gleyma því aldrei í Vík

en nú er sá sauður

fyrir sjö árum dauður

og með eindæmum leiðinlegt lík.

Símon Dalaskáld um Grím á þingi:

Grímur klingir gæða-þur

góma bjöllu sinni,

er á þingi óþægur,

Álftnesingum hvimleiður.

Á Tannstaðabakka til varð frétt¶ sem töluvert mér á óvart kemur¶ en öruggt er víst og alveg rétt¶ að Ingibjörg bar þar kálfum þremur.¶ Dottinn í dúnalogn. Indriði á Fjalli kvað:¶ Fann ég á þönum fólskan byl,¶ flestum illt til lagði,¶ en er lognið tók sig til¶ tyllti 'ann sér og þagði.¶ Símon Dalaskáld um stúlku sem drakk:¶ Síst marglampa sæmir Lín,¶ sem oft skrambans veldur pín,¶ ofan í vambar iður sín¶ áfengt þamba brennivín.¶Öfugmælavísan:

Nálykt best til heilsu eg held,

hér með sveigju í glerum,

fundið hef ég oft frosinn eld

og fiskiveiði í hverum.