Tuttugu milljóna króna múrinn í söfnun Rauða krossins fyrir Grindvíkinga var rofinn í gær. Þetta staðfesti Oddur Freyr Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi, í samtali við mbl.is
Tuttugu milljóna króna múrinn í söfnun Rauða krossins fyrir Grindvíkinga var rofinn í gær. Þetta staðfesti Oddur Freyr Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi, í samtali við mbl.is. „Það var komið yfir 20 milljónir, síðasta talan sem ég sá [í gærmorgun], og ég veit að það er ekki alveg heildartalan,“ sagði Oddur. Söfnun Rauða krossins hófst á sunnudaginn og fer allur ágóðinn beint til Grindvíkinga, að sögn Odds.
„Það er yndislegt að sjá hvað Íslendingar og fólk úti um allan heim tekur þessu vel,“ sagði Oddur.