Grindavík er auður bær.
Grindavík er auður bær.
Tuttugu milljóna króna múrinn í söfn­un Rauða kross­ins fyr­ir Grind­vík­inga var rofinn í gær. Þetta staðfesti Odd­ur Freyr Þor­steins­son, upp­lýs­inga­full­trúi Rauða kross­ins á Íslandi, í sam­tali við mbl.is

Tuttugu milljóna króna múrinn í söfn­un Rauða kross­ins fyr­ir Grind­vík­inga var rofinn í gær. Þetta staðfesti Odd­ur Freyr Þor­steins­son, upp­lýs­inga­full­trúi Rauða kross­ins á Íslandi, í sam­tali við mbl.is. „Það var komið yfir 20 millj­ón­ir, síðasta tal­an sem ég sá [í gærmorg­un], og ég veit að það er ekki al­veg heild­artal­an,“ sagði Odd­ur. Söfn­un Rauða kross­ins hófst á sunnu­dag­inn og fer all­ur ágóðinn beint til Grind­vík­inga, að sögn Odds.

„Það er ynd­is­legt að sjá hvað Íslend­ing­ar og fólk úti um all­an heim tekur þessu vel,“ sagði Oddur.