Unnu Nicolas Tournat býr sig undir að skora fyrir Frakka gegn Króötum.
Unnu Nicolas Tournat býr sig undir að skora fyrir Frakka gegn Króötum. — AFP/Ina Fassbender
Frakkar, næstu mótherjar Íslendinga á Evrópumóti karla í handknattleik, eru efstir í milliriðli eitt eftir torsóttan sigur gegn Króötum í Köln í gær, 34:32. Þeim tókst aldrei að hrista Króatana af sér þrátt fyrir að hafa komist ítrekað þremur til…

Frakkar, næstu mótherjar Íslendinga á Evrópumóti karla í handknattleik, eru efstir í milliriðli eitt eftir torsóttan sigur gegn Króötum í Köln í gær, 34:32.

Þeim tókst aldrei að hrista Króatana af sér þrátt fyrir að hafa komist ítrekað þremur til fjórum mörkum yfir í síðari hálfleik en voru sterkari í lokin.

Dika Mem skoraði sex mörk fyrir Frakka og Nikola Karabatic fimm en Zvonimir Srna skoraði sex mörk fyrir Króata sem eru með eitt stig og mæta Íslandi á mánudaginn.

Austurríkismenn hafa komið mest á óvart og eru taplausir með þrjú stig eftir óvæntan sigur á Ungverjum í gær, 30:29. Þeir eru því í öðru sæti riðilsins eftir tvær umferðir.

Nikola Bilyk skoraði sigurmark Austurríkis og varð markahæstur með átta mörk. Lukas Hutecek og Robert Weber gerðu sex mörk hvor.

Ungverjar náðu ekki að fylgja eftir stórsigrinum gegn Íslandi og nýttu ekki tækifæri til að koma sér í góða stöðu í riðlinum. Línumaðurinn stóri Bence Bánhidi skoraði fjögur mörk, eins og þeir Ancsin, Rosta og Lekai.