Fjar­skipta­fé­lagið Sím­inn hf. hef­ur und­ir­ritað samning um kaup á öllu hluta­fé í BBI ehf., Dengsa ehf. og Bill­bo­ard ehf., en fyrirtækin þrjú reka m.a. skilti á strætóskýlum, auk stærri skilta, og eru langstærst á sínum markaði

Fjar­skipta­fé­lagið Sím­inn hf. hef­ur und­ir­ritað samning um kaup á öllu hluta­fé í BBI ehf., Dengsa ehf. og Bill­bo­ard ehf., en fyrirtækin þrjú reka m.a. skilti á strætóskýlum, auk stærri skilta, og eru langstærst á sínum markaði.

Heild­ar­virði fyr­ir­tækj­anna þriggja í kaupunum er 5.150 millj­ón­ir króna og þar af verða 1.000 milljónir greiddar með hlutafé í Símanum, að því er segir í tilkynningu til Kaup­hall­arin­nar.

Fyr­ir­tæk­in starfa öll á aug­lýs­inga­markaði og munu styrkja enn frek­ar þjón­ustu­fram­boð Sím­ans á því sviði, seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Fyr­ir­tæk­in verða starf­rækt sem sjálf­stæðar ein­ing­ar fyrst um sinn. Vé­steinn Gauti Hauks­son, sem hef­ur leitt fé­lög­in þrjú, mun halda áfram sem fram­kvæmd­astjóri þeirra.