Úkraínuher stóð fyrir drónaárás á olíubirgðastöð í Pétursborg í Rússlandi. Er þetta í fyrsta skipti frá upphafi Úkraínustríðsins sem árás er gerð á þessa næststærstu borg Rússlands og er árásin sögð marka nýjan kafla í átökunum
Úkraínuher stóð fyrir drónaárás á olíubirgðastöð í Pétursborg í Rússlandi. Er þetta í fyrsta skipti frá upphafi Úkraínustríðsins sem árás er gerð á þessa næststærstu borg Rússlands og er árásin sögð marka nýjan kafla í átökunum.
Pétursborg er í 850 km fjarlægð frá Úkraínu. Að sögn fréttaveitu Reuters er þessi árás sönnun þess að Úkraínumönnum hefur tekist að komast yfir langdræga árásardróna, en það hefur lengi verið markmið.