Úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra leggur frumvarpið fram.
Úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra leggur frumvarpið fram.
Dómsmálaráðherra hefur birt frumvarp sem heimilar að vista útlendinga, sem eiga eða gætu þurft að yfirgefa landið, í lokuðu búsetuúrræði. Með frumvarpinu, sem nú liggur í samráðsgátt, er lagt til að heimilt verði að vista útlendinga í lokaðri búsetu …

Dómsmálaráðherra hefur birt frumvarp sem heimilar að vista útlendinga, sem eiga eða gætu þurft að yfirgefa landið, í lokuðu búsetuúrræði. Með frumvarpinu, sem nú liggur í samráðsgátt, er lagt til að heimilt verði að vista útlendinga í lokaðri búsetu þegar tryggja þarf návist útlendings vegna brottvísunar hans úr landi og þegar mál getur leitt til slíkrar ákvörðunar hjá stjórnvöldum. Þá stendur til að hverfa frá því að handtaka útlendinga í slíkri stöðu og færa þá í gæsluvarðhald en vistuninni verður eingöngu beitt sem síðasta úrræði þegar fullnægjandi mat hefur farið fram og ljóst að vægari úrræði muni ekki skila árangri. Þá verður óheimilt að vista fylgdarlaus börn í lokaðri búsetu nema þau séu í fylgd með foreldri eða umsjónarmanni. Strangar reglur gilda í slíkum tilvikum. Einnig er kveðið á um aðskilnað kynjanna í úrræðinu eins og í öðrum löndum.