Einn kjáni sagði við annan: „Kanntu að veiða fíl?“ „Já, þú laumast upp að fílnum og tekur með þér kíki. Þú horfir svo öfugt í kíkinn svo fíllinn er pínulítill. Þá nærðu í flísatöng og plokkar hann upp!“ „Leiðin frá keppnishringnum í búningsklefann er svo löng!“ kvartar hnefaleikakappinn

Einn kjáni sagði við annan: „Kanntu að veiða fíl?“ „Já, þú laumast upp að fílnum og tekur með þér kíki. Þú horfir svo öfugt í kíkinn svo fíllinn er pínulítill. Þá nærðu í flísatöng og plokkar hann upp!“

„Leiðin frá keppnishringnum í búningsklefann er svo löng!“ kvartar hnefaleikakappinn. „Engar áhyggjur,“ hughreystir þjálfarinn hann, „það verður hvort sem er haldið á þér til baka í klefann!“

Í morgunmat segir Ingi: „Eggið er allt of hart.“ Mamman svarar: „Taktu skurnina af, þá verður það mýkra!“

„Ströndin er troðfull af fólki á hverju ári!“ „Óþolandi! Ekki nóg með að við þurfum að deila sólinni heldur þurfum við líka að vera í þéttbýli sandkastalanna!“