Norður ♠ K62 ♥ Á83 ♦ Á1096 ♣ 862 Vestur ♠ G98 ♥ DG107 ♦ K54 ♣ KG3 Austur ♠ 107 ♥ K654 ♦ 32 ♣ Á10975 Suður ♠ ÁD543 ♥ 92 ♦ DG87 ♣ D4 Suður spilar 4♠

Norður

♠ K62

♥ Á83

♦ Á1096

♣ 862

Vestur

♠ G98

♥ DG107

♦ K54

♣ KG3

Austur

♠ 107

♥ K654

♦ 32

♣ Á10975

Suður

♠ ÁD543

♥ 92

♦ DG87

♣ D4

Suður spilar 4♠.

Gölturinn var kominn með reiknistokkinn á loft eina ferðina enn: „Þegar gæði samnings eru metin þarf að byrja á því að finna jafnvægistöluna. Sú tala segir okkur hverjar vinningslíkur þurfa að vera til að gróði og tap komi út á núlli.“

„Áhugavert,“ svöruðu fuglarnir í veikri von um skjót málalok. Gölturinn teiknaði upp spilið að ofan – 4♠ þar sem trompið þarf að brotna 3-2 (68%) og tígulsvíning að ganga (50%). Vinningslíkur eru þá 34%.

„Ekki nógu gott,“ sagði Gölturinn og hélt áfram með fyrirlesturinn: „Við höfum áður staðfest að ÁT-hlutfallið fyrir 4♠ á hættunni er 10 á móti 6 – við græðum 10 impa þegar geimið vinnst, töpum 6 impum þegar það fer niður. Með öðrum orðum: Það er nóg að geimið vinnist 6 sinnum í hverjum 16 tilraunum til að fara út á sléttu. Jafnvægistalan er þá 6x100/16, eða 37,5%.“