Fyrir 5
1 msk hitaþolin olía
600-700 g lambagúllas
1 msk. paprikukrydd
1 msk. óreganó eða ítölsk kryddblanda
2-3 tsk shawarma-krydd frá Kryddhúsinu
2 hvítlauksrif
1 laukur smátt saxaður
3-4 gulrætur í sneiðum
2 sellerístilkar smátt saxaðir
4 dl vatn
1-2 grænmetis-
teningar
2 matskeiðar tómatmauk (paste)
2 tsk kókospálmasykur (má sleppa)
1 dl kókosmjólk eða laktósafrír rjómi
smakkið til með salti og pipar
Hitið olíu í potti. Setjið kjötið í pottinn ásamt kryddinu og steikið í smá stund við lágan hita. Bætið lauk og hvítlauk saman við og brúnið aðeins. Bætið við vatni/soði og grænmetisteningi ásamt tómatmauki og látið malla við lágan hita í u.þ.b. 1 klst. Bætið við vökva ef þörf er á. Bætið grænmetinu saman við. Leyfið réttinum að malla rólega í 20 mínútur. Bætið kókosmjólk eða rjóma saman við og bragðbætið með salti og pipar. Berið fram með soðnum hýðishrísgrjónum eða kínóa og fersku salati.