Tónlistarmaðurinn Magnús Jóhann Ragnarsson skrifaði undir plötusamning við ameríska útgáfufyrirtækið FOUND fyrir rúmu ári. Hann segir þetta spennandi tækifæri fyrir sig og það verði forvitnilegt að sjá hvernig þetta gangi og hvort það auki við hlustunina á erlendri grundu

Tónlistarmaðurinn Magnús Jóhann Ragnarsson skrifaði undir plötusamning við ameríska útgáfufyrirtækið FOUND fyrir rúmu ári. Hann segir þetta spennandi tækifæri fyrir sig og það verði forvitnilegt að sjá hvernig þetta gangi og hvort það auki við hlustunina á erlendri grundu. „Það getur verið mjög erfitt að komast inn á bandarískan markað svo það er spennandi fyrir mig að vinna með bandarísku útgáfufyrirtæki. Kostirnir eru að meira verður framleitt af vínil og geisladiskum en ég gæti nokkurn tímann gert. Tónlistin mín er í verslunum um allan heim og það er fólk í vinnu við að kynna hana. Hingað til hef ég gefið út allt sjálfur, sem er mjög mikil vinna. Svo hef ég rekist á ýmsa veggi við það að gefa út sjálfur. Nú var tímabært fyrir mig að prófa eitthvað nýtt og Scott Blum eigandi FOUND hafði mikinn áhuga á mér og minni tónlist og birtist á hárréttum tíma.“ Lestu meira á K100.is.