Hreinn Brot úr verkinu Hulduklettur.
Hreinn Brot úr verkinu Hulduklettur.
Tvær sýningar verða opnaðar í Ásmundarsal í dag milli kl. 16 og 18. Hulduklettur eftir Hrein Friðfinnsson í sýningarsal og Edda eftir Sigurð Guðjónsson í Gunnfríðargryfju

Tvær sýningar verða opnaðar í Ásmundarsal í dag milli kl. 16 og 18. Hulduklettur eftir Hrein Friðfinnsson í sýningarsal og Edda eftir Sigurð Guðjónsson í Gunnfríðargryfju. „„Hulduklettur“ (2017-2024) er innsetning Hreins þar sem gegnumgangandi þema verksins er hinn gullni spírall oftast kenndur við Fibonacci. Verkið var upprunalega sýnt í Gallerie Nordenhake í Berlín 2017 og hefur nú verið flutt til Íslands og endurgert að hluta til.

Í verkinu „Edda“ (2013-2024) eftir Sigurð sjáum við dáleiðandi hreyfingar segldúka. Hrynjandi, flæði og endurtekning framkalla skynræna upplifun í verkinu, þar sem leikið er með skala og órætt samhengi. Í Gryfjunni í Ásmundarsal fyllir umfangsmikil vörpun heilan vegg í þröngu rýminu, sem staðsetur áhorfandann nálægt myndinni. Djúpt, fjarlægt hljóð framkallar áþreifanlega, næstum líkamlega upplifun af hljóði og mynd,“ segir í viðburðarkynningu.