Leiðandi hagvísir Analytica lækkaði áfram í desember. Þróun einstakra undirþátta hefur verið að festa sig í sessi í þá veru að benda til minni vaxtar eða samdráttar. Tölur Hagstofu Íslands um landsframleiðslu fyrir þriðja ársfjórðung benda til að merki um minni vöxt eða mögulegan samdrátt sé að ganga eftir.
Fjórir af sex undirliðum lækka frá í nóvember en minna aflamagn hefur mest að segja í desember og umtalsverð óvissa er áfram tengd þróun alþjóðastjórnmála. Framvindan á fjármálamarkaði er einnig á meðal óvissuþátta vegna þrálátrar verðbólgu og aðgerða ýmissa seðlabanka gegn henni.