Fyrir 5 1 msk hitaþolin olía 2 hvítlauksrif 1-2 msk taílenskt karrí frá Kryddhúsinu 8 dl kókosmjólk (2 dósir) 2 tsk kókospálmasykur (má sleppa) 600 ml vatn og 2x grænmetisteningur 1 msk tamarisósa 3-4 meðalstórar gulrætur og 1 rauð paprika skornar í …

Fyrir 5

1 msk hitaþolin olía

2 hvítlauksrif

1-2 msk taílenskt karrí frá Kryddhúsinu

8 dl kókosmjólk (2 dósir)

2 tsk kókospálmasykur (má sleppa)

600 ml vatn og 2x grænmetisteningur

1 msk tamarisósa

3-4 meðalstórar gulrætur og 1 rauð paprika skornar í strimla

2 stilkar sellerí smátt skorið

⅓ haus af hvítkáli skorið í strimla

(það má bæta við meira grænmeti t.d. brokkólíi)

safi af 1 límónu (byrjið á helmingnum og smakkið áður en þið bætið seinni helmingnum saman við)

Ef þið eruð með fersk krydd við höndina er mjög gott að setja væna lúku af steinselju, basilíku eða kóríander með.

Veljið prótín til að setja í súpuna: t.d. soðinn fisk, rækjur, kjúkling eða linsubaunir (það er miðað við að það sem er sett út í sé eldað svo það er mjög sniðugt að nota afganga).

Hitið olíu í potti og bætið lauk, hvítlauk og kryddi út á. Leyfið því að hitna vel. Bætið afganginum af hráefnunum saman við og leyfið súpunni að malla létt í 5-10 mínútur og bætið þá við prótíni að eigin vali (má líka bæta því út í hverja skál eftir á). Þessi súpa verður enn betri ef hún fær að malla lengi. Það er góð hugmynd að búa til súpuna, slökkva undir og leyfa henni að standa á hellunni í 1-2 klst og þá verður hún virkilega bragðgóð.