Dreifing Þessir vösku Sorpu-menn afhenda fólki bréfpoka til endurvinnslu.
Dreifing Þessir vösku Sorpu-menn afhenda fólki bréfpoka til endurvinnslu. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Forsvarsmenn Sorpu hafa ekki áhyggjur af þeim umhverfisáhrifum sem hljótast af því að neytendur á höfuðborgarsvæðinu þurfa nú að sækja bréfpoka til endurvinnslu á endurvinnslustöðvar. Ljóst er að flestir sækja stöðvarnar á bíl og heimsókn þangað…

Forsvarsmenn Sorpu hafa ekki áhyggjur af þeim umhverfisáhrifum sem hljótast af því að neytendur á höfuðborgarsvæðinu þurfa nú að sækja bréfpoka til endurvinnslu á endurvinnslustöðvar. Ljóst er að flestir sækja stöðvarnar á bíl og heimsókn þangað kallar á aukinn akstur en áður voru pokarnir afhentir í matvöruverslunum. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, segir að hann hafi sjálfur kannað stöðuna í endurvinnslustöðinni í Ánanaustum um síðustu helgi og þar hafði heimsóknum ekki fjölgað.

„Varðandi hugsanlegan aukinn akstur á endurvinnslustöðvar þá gerum við ekki ráð fyrir að heimsóknum fjölgi verulega. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu heimsækja endurvinnslustöðvar Sorpu að jafnaði á 3-4 mánaða fresti,“ segir Gunnar. Hann segir að loftslagsáhrif af verkefninu í heild komi í ljós á næstu 10-15 árum. Búist sé við að íbúar og fyrirtæki skili 25 þúsund tonnum af matarleifum í Gaju árlega. „Kemur Gaja til með að draga úr losun koltvísýringsígilda frá meðhöndlun úrgangs á höfuðborgarsvæðinu um um það bil 20.000 tonn á hverju ári. Það jafngildir því að taka allt að 10.000 fólksbíla úr umferð með tilliti til losunar koltvísýrings.“ hdm@mbl.is