— Morgunblaðið/Eggert
Nokkrir af sterkustu bridsspilurum heims, þar á meðal ríkjandi heimsmeistarar í sveitakeppni og Evrópumeistarar í tvímenningi, taka nú þátt í bridsmóti sem haldið er í Hörpu en mótið er hluti af alþjóðlegri mótaröð, WBT Masters

Nokkrir af sterkustu bridsspilurum heims, þar á meðal ríkjandi heimsmeistarar í sveitakeppni og Evrópumeistarar í tvímenningi, taka nú þátt í bridsmóti sem haldið er í Hörpu en mótið er hluti af alþjóðlegri mótaröð, WBT Masters. Næsta mót í þessari mótaröð verður í Kaupmannahöfn í haust.

Átján sveitir taka þátt í mótinu sem hófst í gær, þar af tvær íslenskar. Spilaðar voru fjórar umferðir í gær og eftir þær var önnur íslenska sveitin í 4. sæti og hin var í 7. sæti. Sveitirnar spila fyrst einfalda umferð sem lýkur á miðvikudagskvöld og á fimmtudag spila efstu sveitirnar til úrslita.

Á fimmtudagskvöld hefst síðan árleg Bridshátíð í Hörpu og stendur fram á sunnudag. Þar eru skráð til leiks 164 pör og 95 sveitir en fyrst er keppt í tvímenningi og síðan í sveitakeppni.