Tilkall er heimting, krafa, réttur til að gera kröfu. Maður gerir tilkall til e-s. „Ég gerði tilkall til arfs eftir Jón Sigurðsson á þeirri forsendu að við ættum öll hlut í menningararfinum.“ Maður getur líka átt tilkall til e-s og…

Tilkall er heimting, krafa, réttur til að gera kröfu. Maður gerir tilkall til e-s. „Ég gerði tilkall til arfs eftir Jón Sigurðsson á þeirri forsendu að við ættum öll hlut í menningararfinum.“ Maður getur líka átt tilkall til e-s og sleppt tilkalli til þess. Ævinlega til e-s. Ekkert upp úr því að hafa að gera tilkall „í“ neitt.