Norður
♠ KG85
♥ 109752
♦ 6
♣ 874
Vestur
♠ 9732
♥ K
♦ G1094
♣ ÁD53
Austur
♠ 104
♥ Á3
♦ KD753
♣ K1092
Suður
♠ ÁD6
♥ DG864
♦ Á82
♣ G6
Suður spilar 4♥.
„Þá eru farfuglarnir mættir til landsins,“ segir Gölturinn kíminn og vísar til þess að nú fer fram í Hörpu alþjóðlegt mót stórspilara þar sem keppt er um stóran verðlaunapott. Mótið hófst í gær með þátttöku 18 sveita (þar af tveggja frá Íslandi) og lýkur á fimmtudaginn, en þá tekur við hin árlega bridshátíð Íslendinga og stendur fram á sunnudagskvöld. Sannarlega hátíð í bæ.
Á meðan félagarnir þrír bíða spenntir eftir „skemmtilegum spilum“ leggur Gölturinn fram gamlan upphitara: 4♥ með tígulgosa út. Von sagnhafa er að spaðinn sé 3-3 þannig að hægt sé að henda niður laufi heima. Þá er spilið unnið ef vörnin trompar með háspili eða hundi frá háspili öðru. „Við tökum á spaðaás, spilum spaða á kóng og litlum spaða úr borði eins og við ætlum að trompa. Þetta kunnum við,“ sögðu staðfuglarnir einum rómi.