— AFP
Að minnsta kosti átta létu lífið og tuga er saknað eftir að skriða féll á þorp í Yunnan-héraði í suðvesturhluta Kína í gær. Um 200 manns voru flutt á brott úr þorpinu en talin var hætta á að fleiri skriður myndu falla

Að minnsta kosti átta létu lífið og tuga er saknað eftir að skriða féll á þorp í Yunnan-héraði í suðvesturhluta Kína í gær. Um 200 manns voru flutt á brott úr þorpinu en talin var hætta á að fleiri skriður myndu falla.

Kínverskir fréttamiðlar segja að nokkur hundruð björgunarmenn hafi leitað í rústum húsa í gær. Kínverska ríkissjónvarpið CCTV sagði að Xi Jinping forseti Kína hefði fyrirskipað allsherjarbjörgunaraðgerð.

Skriður eru algengar í Yunnan-héraði, sem er afskekkt og fjöllótt.

Náttúruhamfarir hafa dunið á Kína á síðustu mánuðum, einkum í kjölfar skyndilegar úrkomu. Þannig féll skriða í Guangxi-héraði í september í kjölfar mikillar rigningar og að minnsta kosti sjö létu lífið.