Hörður Guðbrandsson
Hörður Guðbrandsson
Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur, segir að útfærslan sé enn óljós hjá stjórnvöldum varðandi fasteignir Grindvíkinga. „Það er margt ágætt frá þessum fundi og þau segjast ætla að taka mál Grindvíkinga að sér og að þetta sé vel framkvæmanlegt

Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur, segir að útfærslan sé enn óljós hjá stjórnvöldum varðandi fasteignir Grindvíkinga.

„Það er margt ágætt frá þessum fundi og þau segjast ætla að taka mál Grindvíkinga að sér og að þetta sé vel framkvæmanlegt. En á sama tíma er útfærslan óljós og hún getur skipt öllu máli,“ sagði Hörður eftir að forystufólk ríkisstjórnarinnar hafði kynnt hugmyndir sínar í gær.

„Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki vika síðan fólk áttaði sig á stöðunni og það tekur tíma að útfæra þetta. Hins vegar þurfa þau að útskýra þetta fljótlega fyrir okkur og ég skora líka á þau að hafa samráð við okkur í verkalýðshreyfingunni sem höfum haft puttann á púlsinum og hitt inn í ástandið á hverjum tíma,“ sagði Hörður einnig. vidar@mbl.is