Brynja, Auður og Inga Hrund mynda öflugt þríeyki.
Brynja, Auður og Inga Hrund mynda öflugt þríeyki.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Orkan hefur verið í fararbroddi nýrra lausna á olíumarkaði með það markmið að bjóða besta eldsneytisverðið. Við erum eina félagið á Íslandi sem selur alla fimm orkugjafana; bensín, dísel, metan, vetni og rafmagn

Orkan hefur verið í fararbroddi nýrra lausna á olíumarkaði með það markmið að bjóða besta eldsneytisverðið. Við erum eina félagið á Íslandi sem selur alla fimm orkugjafana; bensín, dísel, metan, vetni og rafmagn. Tilflutningur er að verða milli orkugjafa og þar verðum við í fararbroddi, vel staðsett um land allt,“ segir Auður Daníelsdóttir forstjóri Orkunnar.

„Starfsmannahópurinn hjá Orkunni er samstilltur, með skýra sýn og í góðri samvinnu við samstarfsfélaga Orkunnar um land allt. Við komum með snjallar lausnir og erum stoltir þátttakendur í orkuskiptunum sem munu leiða til aukinna lífsgæða. Framtíðin er sannanlega bleik og orkumikil.“

Dýrmæt hvatning til góðra verka

Auður útskrifaðist með cand. oecon. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, lauk námi í mannauðsstjórnun frá Háskóla
Íslands og AMP-stjórnendanámi frá IESE í Barcelona. Hún starfaði hjá Sjóvá frá árinu 2002 til 2022, sem framkvæmdastjóri starfsmanna- og rekstrarmála, framkvæmdastjóri tjónasviðs og síðast sem framkvæmdastjóri sölu og ráðgjafar. Þá tók hún við starfi forstjóra Orkunnar sumarið 2022. Hún hefur jafnframt setið í stjórn LeiðtogaAuðar, sem er deild innan FKA, í tvígang, fyrst árin 2011 til 2014 og svo árin 2020 til 2023. Auk þess sat Auður í Jafnvægisvogarráði frá stofnun þess árið 2017 til 2022.

Þá má einnig geta þess að Orkan hlaut viðurkenningu jafnvægisvogarinnar 2023 annað árið í röð, sem Auður segir vera mjög ánægjulegt og hvetjandi. „Það hefur margoft verið sýnt fram á að fyrirtæki með jafnt kynjahlutfall skila betri fjárhagslegri afkomu og því er þessi viðurkenning okkur mjög dýrmæt og hvatning til áframhaldandi góðra verka,“ segir hún.

Þá bætir Auður við að Orkan sé með jafnlaunavottun og að jafnt kynjahlutfall skili sér einnig í ánægðara starfsfólki sem leiðir meðal annars til ánægðari viðskiptavina

Nýjungar og nýjar lausnir

„Viðurkenning Jafvægisvogarinnar er okkur mikilvæg, við viljum að Orkan sé eftirsóknarverður vinnustaður. Við viljum skapa vinnustað og vinnugleði þar sem rödd allra fær að skína og skoðanir allra eru vel metnar,“ segir Inga Hrund Arnardóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Orkunni.

Inga er með cand. oecon.-próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og hefur starfað hjá Orkunni síðan í lok árs 2022. Hún segir starfið vera spennandi og fjölbreytt en áður starfaði hún hjá Sjóvá í 15 ár sem forstöðumaður reikningshalds.

Hlutverk Orkunnar er að þjónusta ökutæki með einföldum hætti. „Við bjóðum lægsta verð í öllum landshlutum og ákveðnum hluta höfuðborgarsvæðisins,“ segir Inga.

Orkumiklir starfsmenn

Árið 2023 var afar spennandi hjá Orkunni að mati Ingu. Orkan var valin Fyrirtæki ársins 2023 í stærstu vinnumarkaðskönnun landsins hjá VR í flokknum stór fyrirtæki ásamt fjórum öðrum flottum fyrirtækjum. Var þetta í fyrsta skipti sem Orkan tók þátt í Fyrirtæki ársins. „Við erum stolt af þessum árangri og nýttum orkuna og gleðina til að klára fjölmörg spennandi og snjöll verkefni á árinu,“ segir Inga.

„Við opnuðum sex aflmiklar hraðhleðslustöðvar, 350-600 kWh rafmagn, á árinu þar sem á hverri stöð eru fjórir til átta hleðslustaurar. Tvær af þessum stöðvum eru færanlegar hraðhleðslustöðvar og þær fyrstu hér á landi. Orkuskiptin í samgöngum eru risastórt verkefni og fannst okkur mikilvægt að koma inn á orkumarkaðinn af krafti. Fjárfesting í hraðhleðslum er stórt hlutfall af fjárfestingum ársins hjá Orkunni.

„Á árinu kynntum við aðra nýjung, gassjálfssala, en á völdum stöðum geta viðskiptavinir nú keypt og skilað gaskútum í sjálfsala hvenær sem er sólarhringsins. Orkan var fyrst orkusala til að bjóða nýja lausn fyrir viðskiptavini sem snýr að því að setja Orkulykilinn í símann, viðskiptavinir þurfa ekki að bæta við nýju smáforriti eða fá plastlykil heldur fer orkulykillinn beint í apple eða google wallet.“ Auk þess hefur Orkan nú netgíróvætt allar sínar 72 stöðvar, víðs vegar um landið.

Allir hafa tækifæri

„Við höfum nýtt staðsetningar Orkunnar til að þróa og setja upp nýjar þjónustulausnir sem viðskiptavinir geta notið góðs af. Síðasta sumar hófum við okkar vegferð í orkuskiptunum og hefur það verið mikill lærdómur fyrir mig og okkur, í dag erum við með sex hraðhleðslustöðvar og þeim fjölgar hratt,“ segir Brynja Guðjónsdóttir, forstöðumaður markaðs- og þjónustumála hjá Orkunni.

Brynja er með B.A. í félagsfræði frá Háskóla Íslands og mastersgráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. „Ég starfaði hjá Krónunni í nær sex ár í markaðs- og innkaupadeild en gerðist svo Orkubolti í febrúar 2022 þegar ég kom inn í stöðu markaðsstjóra. Þegar ég var í skóla velti ég því oft fyrir mér hvernig grunnnám í félagsfræði myndi gagnast mér en komst síðar að því að það var í raun fullkomið nám fyrir mig þar sem ég hef alltaf haft brennandi áhuga á fólki og hegðun þess,“ segir Brynja.

„Í vinnunni setjum við alla okkar orku í að kynnast viðskiptavininum og setja þarfir hans í forgrunn, þá er samvinna þvert á deildir mikilvæg svo hægt sé að að tryggja bestu þjónustuupplifun fyrir viðskiptavini. Starfsmannahópurinn okkar tók á mót viðurkenningunni Fyrirtæki ársins síðastliðið vor í Hörpu sem veitti okkur mikið stolt. Áherslan okkar er á skemmtilegt vörumerki, sem er ekki erfitt þar sem allir dagar hjá Orkunni eru bleikir, orkumiklir og skemmtilegir.“

Brynja segist vera stolt af að vinna hjá Orkunni þar sem áhersla sé lögð á jafna stöðu kynja. „Ég tel mig vera unga konu sem fékk tækifæri til stíga upp þegar ég tók við markaðsmálum Orkunnar og er núna forstöðumaður markaðs- og þjónustumála. Framþróun er mikil og fram undan eru mörg spennandi ný verkefni sem verður gaman að kynna. Orkan innleiddi jafnlaunavottun árið 2022 og leggur áherslu á að viðhalda henni ásamt viðurkenningu jafnvægisvogarinnar sem sýnir góðan metnað. Það er dýrmætt að upplifa sterka liðsheild innan Orkunnar með öllum ólíku orkuboltunum og mikil viðurkenning fyrir okkur að hljóta jafnvægisvogina annað árið í röð. “