Í Atvinnurekenda AUÐI eru Bjarma Didriksen, Hrönn Margrét Magnúsdóttir, Kristín Björg Jónsdóttir, Jónína Bjartmarz, Aðalheiður Jacobsen, Ingibjörg Valdimarsdóttir, Katrín Rós Gýmisdóttir, Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Aðalheiður Karlsdóttir sem vantar á myndina.
Í Atvinnurekenda AUÐI eru Bjarma Didriksen, Hrönn Margrét Magnúsdóttir, Kristín Björg Jónsdóttir, Jónína Bjartmarz, Aðalheiður Jacobsen, Ingibjörg Valdimarsdóttir, Katrín Rós Gýmisdóttir, Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Aðalheiður Karlsdóttir sem vantar á myndina. — Ljósmynd/Silla Páls
Atvinnurekenda AUÐUR var stofnaður fyrir rúmum tíu árum sem deild og sérstakur vettvangur innan FKA fyrir konur sem starfa fyrir eigin reikning, eru atvinnurekendur en ekki launþegar, líkt og FKA var upphaflega sérstaklega ætlað, fyrir rétt tæpum 25 …

Atvinnurekenda AUÐUR var stofnaður fyrir rúmum tíu árum sem deild og sérstakur vettvangur innan FKA fyrir konur sem starfa fyrir eigin reikning, eru atvinnurekendur en ekki launþegar, líkt og FKA var upphaflega sérstaklega ætlað, fyrir rétt tæpum 25 árum, segir Jónína Bjartmarz formaður Atvinnurekenda AUÐS.

„Tilgangur Atvinnurekenda AUÐS er sá sami; það er að stuðla að eigin atvinnurekstri kvenna, styðja þær í rekstri sínum og efla tengslanet þeirra. Eitt meginmarkmiðið er að efnahags- og atvinnulífi okkur nýtist sá auður sem býr í krafti kvenna í eigin rekstri eins og á öðrum sviðum samfélagsins.“

Mikil fjölgun félagskvenna

Jónína talar um að það sé mjög gefandi að vera í stjórn Atvinnurekenda AUÐS: „Það sem er mest gefandi fyrr okkur stjórnarkonur Atvinnurekenda AUÐS er hve félagskonum okkar hefur fjölgað, það er úr 34 stofnendum í rúmar 450 félagskonur, og hversu fjölmargar þeirra eru virkar í starfi Atvinnurekenda AUÐS, tilbúnar að taka þátt í fyrirtækjakynningum okkar og öðrum viðburðum svo og ferðum bæði innanlands og erlendis. Virk þátttaka kvenna í fjölbreyttu starfi FKA og deilda þeirra er til þess fallin að efla og víkka tengslanet þeirra, þekkingu og reynslu.“

Spurð hvað sé minnisstæðast úr starfi hennar fyrir FKA segir Jónína að fjölmargar góðar og skemmtilegar stundir komi upp en það sé einna helst þrennt sem sé minnisstæðast: „Í fyrsta lagi hversu mikil og góð þátttaka var á stofnfundi FKA sem við boðuðum til en þar mættu um 320 konur sem stóðu að stofnun félagsins.

Annað var þegar við, sem skipuðum fyrstu stjórnina, afhentum Hillary Clinton forsetafrú Bandaríkjanna fyrstu viðurkenningu félagsins fyrir að vera konum í atvinnurekstri sérstök hvatning og fyrirmynd.

Loks er fundur lítils hóps okkar með Madeleine Albright utanríkisráðherra mjög eftirminnilegur. Hún kom hér í opinberum erindagerðum en hafði sérstaklega óskað eftir að hitta okkur, konur sem fórum á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og utanríkisráðuneytisins til fundar við konur í baltnesku löndunum og Rússlandi sem mentorar. Héðan fóru með litlum fyrirvara í kringum 17. júní 2000, að mig minnir, átta FKA-konur en ekki nema 2-3 konur frá hverri hinna Norðurlandaþjóðanna.“

Samfelld sigurganga

Spurð hver sé hennar stærsti persónulegi sigur segir Jónína: „Líf mitt er ein samfelld sigurganga í að leysa verkefni vel af hendi og tækla margvíslegar áskoranir og hindranir, eins og gengur og gerist með okkur flest.“