Ég vil nýta þetta frábæra tækifæri og þakka ömmu minni, Guðlaugu Kjerúlf.
Að ala upp börn annarra er ekki sjálfsagt en þú gerðir það á óeigingjarnan hátt, hugsaðir vel um fólkið þitt og opnaðir augu mín fyrir fegurð ættfræði og frændsemi.
Þú kenndir mér mörg praktísk atriði sem hafa fylgt mér um ævina, hvort sem var að brjóta þvottinn vel í upphafi svo flíkin sé falleg við notkun eða vinna hvert verkefni faglega og með stolti. Þegar ég var sjö til átta ára sótti ég þig iðulega í vinnuna í eldhús Landspítalans þar sem mér var tekið opnum örmum, leyft að aðstoða við frágang og kennt að vinna vel.
Þú brýndir fyrir mér að henda ekki rusli úti á götu eða í náttúrunni. Ég vildi óska að heimurinn allur hefði fengið þá kennslu hjá þér.
Takk elsku amma!“
Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri GET Ráðgjafar ehf.