Sigur SR-ingar gátu loks fagnað sigri í úrvalsdeildinni í íshokkí.
Sigur SR-ingar gátu loks fagnað sigri í úrvalsdeildinni í íshokkí. — Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
SR náði í sín fyrstu stig í úrvalsdeild kvenna í íshokkí í gær er liðið vann Fjölni í Skautahöllinni í Laugardal, 6:3. SA er í toppsæti deildarinnar með 33 stig og hefur þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn

SR náði í sín fyrstu stig í úrvalsdeild kvenna í íshokkí í gær er liðið vann Fjölni í Skautahöllinni í Laugardal, 6:3. SA er í toppsæti deildarinnar með 33 stig og hefur þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Fjölnir er í öðru með 15 og SR í neðsta með þrjú stig. Friðrika Magnúsdóttir, Satur Niinimaki, Þóra Sigurðardóttir, Ylfa Bjarnadóttir, Saga Sigurðardóttir og Arna Friðjónsdóttir gerðu mörk SR. Eva Hlynsdóttir, Berglind Leifsdóttir og Hilma Bergsdóttir skoruðu mörk Fjölnis.