Ásta S. Fjeldsted
Ásta S. Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, skrifaði um ríkisbáknið íslenska í nýlegu tímariti Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar.

Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, skrifaði um ríkisbáknið íslenska í nýlegu tímariti Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar.

Hún bendir á að báknið hafi farið vaxandi á liðnum árum: „Samkeppni við hið opinbera hefur harðnað ár frá ári. Sífellt er erfiðara að keppa við ríkið um krafta starfsfólks enda ekkert sem virðist halda aftur af stjórnvöldum við að yfirbjóða einkageirann með margvíslegum hætti. Auk þess að leggja á atvinnustarfsemi ýmsar íþyngjandi kvaðir sem getur verið kostnaðarsamt og tímafrekt að uppfylla.

Frá upphafi árs 2019, á fimm árum sem liðu eins og örskot, hafa laun hjá sveitarfélögum hækkað um 40 prósent og um tæplega 30 prósent hjá ríkinu. Þegar við bætist styttri vinnutími, öflugri lífeyrisvernd og betra skjól fyrir uppsögnum en þekkist á almennum vinnumarkaði hefur verið hrært í baneitraðan samkeppniskokteil.“

Hún nefnir líka að starfsfólki ríkisins hafi fjölgað hraðar en landsmönnum og að hér á landi fari 16% landsframleiðslunnar í laun opinberra starfsmanna en hlutfallið sé 11% í ríkjum ESB. Á sama tíma fari skilvirkni í rekstri hins opinbera minnkandi. Ofan á þetta eigi ríkið í beinni samkeppni við einkaaðila á neytendamarkaði.

Þetta eru varnaðarorð sem full ástæða er fyrir stjórnmálamenn að taka til sín.