Christy Book-Tsang hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krumma ehf. Christy hefur starfað hjá Krumma síðan 2015 þar sem hún hefur stýrt sölu- og viðskiptaþróunarstarfi. Hún er fædd og uppalin í Hong Kong og eftir að hafa lokið meistaragráðu í…
Christy Book-Tsang hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krumma ehf. Christy hefur starfað hjá Krumma síðan 2015 þar sem hún hefur stýrt sölu- og viðskiptaþróunarstarfi.
Hún er fædd og uppalin í Hong Kong og eftir að hafa lokið meistaragráðu í lýðheilsuvísindum frá Oregon State University í Bandaríkjunum starfaði hún sem framkvæmdastjóri í upplýsingatæknigeiranum í Asíu í tíu ár. Þar var hún ábyrg fyrir uppbyggingu nýrra dótturfyrirtækja.
Fráfarandi framkvæmdastjóri, Elín Ágústsdóttir, verður áfram starfandi stjórnarmaður.