Gústaf Steingrímsson hefur verið ráðinn nýr hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF).
Gústaf starfaði í Landsbankanum í 16 ár, þar af um 12 ár í greiningardeild bankans. Þar sinnti hann hvers kyns greiningum og spám um hina ýmsu þætti íslensks efnahags- og fjármálalífs. Hann starfaði áður sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu frá 2000 til 2006. Gústaf er með BA-próf í hagfræði frá Háskóla Íslands auk meistaraprófs í fjármálum frá sama skóla.
Gústaf tekur við starfinu af Yngva Erni Kristinssyni, sem gegnt hefur starfinu í rúman áratug.
„Um leið og við kveðjum Yngva með þakklæti fyrir farsælt starf í þágu SFF, þá er afar ánægjulegt að fá Gústaf inn í samhentan hóp starfsmanna okkar,“ segir Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SFF í tilkynningu.